Jafnt strandveiðimenn og fiskkaupendur hafa sett sig í samband við skrifstofu LS og hvatt til að félagið beiti sér fyrir því að nk. fimmtudagur 1. ágúst verði ekki nýttur til strandveiða. Þeir benda á að fiskvinnslur séu almennt lokaðar þennan dag og því muni fáir verða til að bjóða í fiskinn. Líklegt sé þá að verð verði lágt. Einnig er bent á að líklegt sé að ekki þurfi marga daga á svæðum A og B til að klára „ágústskammtinn.
Öll skynsemi mæli því með því að hefja strandveiðar þriðjudaginn 6. ágúst sem er annar dagur mánaðarins sem má róa, þar sem óheimilt er að stunda veiðarnar á frídegi verslunarmanna.