Stjórn fiskveiða – fyrstu umræðu lokið

Fyrstu umræðu um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða lauk kl. hálf fjögur í nótt.  Umræðan hafði þá staðið í um hálfan sólarhring.  Frumvarpið fer nú til meðferðar hjá atvinnuveganefnd þingsins.
Í dag hófst þingfundur kl 10:30 og var frumvarp til laga um veiðigjöld þar ekki á dagskrá.
Hlusta má á umræðuna í gær og nótt á vefslóð Alþingis.  Fyrri hlutinn stóð til kl 18 og síðari hlutinn byrjaði kl 20.  Uppsetning á vef Alþingis er mjög aðgengileg og er hægt að velja úr hverja og eina ræðu.