Stöðvun strandveiða á svæði C

Fiskistofa hefur sent frá tilkynningu um stöðvun strandveiða á svæði C.  Samkvæmt henni eru  strandveiðar óheimilar frá og með fimmtudeginum 21. júlí til mánaðarmóta.
Dagurinn í dag er því siðasti dagur strandveiða í júlí á svæði, Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur.
Gera má ráð fyrir að afli fari lítið eitt fram úr viðmiðun á svæðinu, eins og gerðist á svæði B.   Aftur á móti var afli á svæðum A og D undir viðmiðun.  Tekið verður tillit til beggja þátta þegar strandveiðar hefjast í ágúst.