Stöðvun veiða á svæði B

Fiskistofa hefur tilkynnt að frá og með fimmtudeginum 26. júní verður óheimilt að stunda strandveiðar á svæði B – Strandabyggð til Grýtubakkahrepps.  Bannið gildir til og með 30. júní.
Bráðabirgðatölur eftir gærdaginn sýna að gengið hefur vel á viðmiðunaraflann á síðustu dögum.  Alls eru 132 bátar á veiðum á svæði B og höfðu þeir veitt 573 tonn af þeim 702 (82%) sem ætlað er að veiða í júní.