Strandveiðar 2011 – reglugerð undirrituð


Jón
Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um
strandveiðar sem hefjast 1. maí næst komandi.

 

Reglugerðin
er óbreytt frá síðasta ári að því undanskildu að á svæði C, Þingeyjarsveit –
Djúpavogshreppur, eru mánaðarlegar viðmiðanir lækkaðar á fyrri hluta
tímabilsins maí – september og hækkaðar til jafns á síðari hluta þess.  

Þá er í reglugerðinni ítrekað ákvæði laga um
að eitt af skilyrðum fyrir strandveiðileyfi sé að ekki hafi verið fluttar
veiðiheimildir í þorskígildum talið frá viðkomandi umfram þess sem hann hafi
tekið til sín.

 

 

Sjá
fréttatilkynningu