Strandveiðar 2013

Alþingi fetar sig þessar mínúturnar gegnum auglýsta dagskrá.   Mál nr. 13 er 2. umræða um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða – stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar.  Þegar þetta er ritað 22:30 er umræðan ekki hafin um frumvarpið.


Fjölmargir strandveiðimenn hafa haft samband við skrifstofu LS í því skyni að spyrjast fyrir um stöðu sína verði frumvarpið ekki að lögum.  Því er til að svara að veiðifyrirkomulag og viðmiðun afla verður óbreytt frá 2012.  Það er tryggt í bráðabirgðaákvæði nr. IX í fiskveiðistjórnunarlögunum þar sem ráðherra er heimilt að bæta 2.000 tonnum af þorski og 600 tonnum af ufsa við veiðiheimildir þeirra sem tilgreindar eru í 6. gr. a. á fiskveiðiárunum 2011/2012 og 2012/2013.