Þegar strandveiðar hófust í dag voru 789 tonn af þorski óveidd. Í lögum um stjórn fiskveiða segir að:
„Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla, að ufsa undanskildum, verði náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir hvert ár.]’
Miðað við veiði undanfarna daga er líklegt að síðasti dagur strandveiða 2022 verði mánudagurinn 25. júlí. Það fer þó eftir því hver aflinn verður í dag og á morgun og væntanleg veðurspá fyrir mánudaginn.
Hér má sjá graf sem sýnir þorskafla hvers dags til og með 19. júlí. Mestur varð aflinn 14. júlí 400 tonn.
Meðaltal þorskafla á hverri viku á þeim tólf sem strandveiðar hafa varað hefur sveiflast nokkuð. Allt stefnir í yfirstandandi vika skili mestu, en tvo fyrstu dagana er meðaltalið 344 tonn.
Heildarafli á strandveiðum er kominn í 11 759 tonn og aflaverðmæti að nálgast 4,5 milljarð.