Strandveiðar eru nú komnar á fullt skrið. Landanir yfir þúsund og 377 bátar búnir að virkja leyfin. Eins og undanfarin ár verður hægt að sjá stöðu veiðanna.pdf að loknum hverjum veiðidegi. Að loknum 4. degi veiðanna var mest búið af maískammtinum á svæði A 39%.
Gott útlit fyrir Norðurlandi
Að sögn Andra Viðars Víglundssonar, á Margréti ÓF Ólafsfirði, er þorskurinn kominn á slóðina, mun betri veiði nú á fyrstu dögum strandveiða en undanfarin ár. Flestir í mokveiði. Sá sem varð fyrstur í land sl. fimmtudag sá fuglager útaf Múlanum, drap á og lét reka inn í gerið. Hann náði aldrei að renna nema þremur rúllum af fjórum áur en skammtinum var náð.
Aðrir sem voru á veiðum 4. maí létu vel af sér og ekki óalgengt að menn væru komnir í land uppúr hádegi í slíkri blíðu að ekki sást gára frá múkka. Myndin sem hér fylgir sýnir þetta glöggt, en hana tók Víðir Örn Jónsson á Víði ÞH Grenivík þennan sama dag.