Strandveiðar – B svæði lokar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps.
Frá og með þriðjudeginum 17. júlí eru strandveiðar bannaðar á svæðinu.
Þegar fyrir lágu bráðabirgðatölur af aflastöðu eftir gærdaginn átti eftir að veiða 133 tonn af júlískammtinum sem gera má ráð fyrir að náist í dag og á mánudaginn.