Strandveiðar: Breytingar á skipulagi

Í Bændablaðinu sem út kom 25. ágúst sl. birtist grein eftir Örn Pálsson.  
Screenshot 2022-08-29 at 16.55.55.png
Í greininni rifjar Örn upp tilurð þess veiðikerfis sem nú er og breytingar sem gerðar voru.
  
  • „Þegar ljóst var að veiðistöðvun var yfirvofandi myndaðist óæskileg áhættusækni til að ná sem flestum dögum.
  • Veiðidagar á hverju svæði voru mismargir.  Taflan sýnir skiptinguna árið 2017.
Screenshot 2022-08-29 at 17.42.57.png
Fjallar um mikla aflaaukning í kerfinu og helstu ástæður þess:  
„Auk þess að betra tíðarfar leiddi til meiri afla í hverjum róðri, jókst samanlagður fjöldi veiðiferða í maí og júní um 29%, fór úr 8.879 í 11.420.  Af veiðisvæðunum fjórum var fjölgunin mest á svæði A, losaði 42%, úr 4.269 í 6.064.
220829 ÖP úr Fiskifréttum.png
„Margt fleira kom til en að betur áraði til sjósóknar fyrir handfærabáta.  Þvert á niðurstöður Hafrannsóknastofnunar jókst þorskafli í róðri um 6,2%, úr 617 kg í 655 kg.  
„Miðað við mælingar Hafrannsóknastofnunar á stærð veiðistofns (þorskur 4 ára og eldri), hefði mátt gera ráð fyrir samdrætti í veiðum þar sem hann hafði minnkað um 4,6% frá mælingu árið 2021.
Þá veltir Örn fyrir sér þröngri stöðu ráðherra til að bæta við veiðiheimildum:  
„Að ekki sé hægt að bregðast við aðsteðjandi vanda með aukning sem nemur 1,35% stenst auðvitað enga skoðun.