Strandveiðar í maí

 
Fjöldi báta með leyfi til strandveiða er nú orðinn sá sami og hann varð á síðasta ári.  712 bátar og hafa 665 þeirra hafið veiðar.  Í maí 2022 höfðu 643 bátar fengið leyfi og 608 hafið veiðar.  Það stefnir því í metþátttöku.
IMG_4501 (1).png
 
Veiðarnar hófust að miklum krafti, góðar gæftir og sá guli lét sig ekki vanta.  Síðustu tvær vikurnar brældi hins vegar og gerði mönnum erfitt um vik að sækja, sérstaklega á svæði B og D.  Einna skást var veðrið á svæði C.  
10. maí skilaði mestum þorskafla í mánuðinum 419 tonnum.  Þrír dagar skiluðu innan við hundrað tonnum.  Meðaltal í mánuðinum var 218 tonn, en í fyrra skilaði maí 194 tonnum.
Screenshot 2023-06-01 at 21.23.53.png
Hér má sjá þorskafla á dag á hverju svæði:   Daglegar uppfærslur.pdf
 
Þorskafli í maí jókst um 6% milli ára um 198 tonn og stóð í 3.491 tonni nú um mánaðamótin.  Það jafngildir að búið er að veiða um 35% af því sem ætlað er til strandveiða á þessu ári. 
 
 
Um helmingur strandveiðibáta gerir út á svæði A.  Minna hefur fiskast af þorski á svæðum A og B, en á svæðum C og D hefur afli aukist.