Beiðni um strandveiðar í september

LS hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra beiðni um að beita sér fyrir lagabreytingu sem opnar fyrir strandveiðar í september nk.
Í bréfinu segir m.a. að krafa um strandveiðar í september sé 

„tilkomin vegna bágs atvinnuástands.  Þúsundir manna án atvinnu.  Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun var almennt atvinnuleysi í júlí 7,9%.  Stofnunin spáir því að það fari í 8,6% í ágúst og þrátt fyrir afskráningar fólks sem fer í nám muni það aukast í september.
Þá kemur einnig fram í bréfi LS til ráðherra að í ágúst hafi 520 strandveiðibátar verið á veiðum.  

„Samtöl við strandveiðisjómenn undanfarna daga gefa til kynna að þriðjungur þeirra muni ekki hefja aftur strandveiðar á þessu ári verði það leyft.  Útfrá þeirri vitneskju kæmi framlenging sér afar vel fyrir 350 útgerðaraðila, sem flestir eru nú án atvinnu.
200827 logo_LS á vef.jpg