Strandveiðar – staðan að loknum 7 veiðidögum

 

 

Að loknum 7. degi strandveiða – miðvikudaginn 12. maí – sýna tölur mikla aflaaukningu milli ára á svæðum A, B og C.  Hins vegar dregst afli verulega saman á svæði D.

 

Heildaraflinn stendur nú í 1.365 tonnum á móti 997 tonnum á sama tíma í fyrra, aukningin er 37%.  

Taflan sýnir afla eftir svæðum að loknum 7. degi.

 

 

2021

2020

Breyting

Svæði A

764 Tonn

406 Tonn

88%

Svæði B

234 Tonn

133 Tonn

76%

Svæði C

135 Tonn

102 Tonn

33%

Svæði D

232 Tonn

356 Tonn

-35%

Samtals

1.365 Tonn

997 Tonn

37%