Strandveiðar stöðvaðar

Í tilkynningu frá Fiskistofu kemur fram að síðasti dagur strandveiða 2022 hafi verið í dag. Stofan hefur sent auglýsingu þess efnis til birtingar í Stjórnartíðindum.
LS hefur ekki fengið sendar tölur frá Fiskistofu í dag eins og venja er og hefur því ekki haft möguleika á að uppfæra tölur.  Að loknum 44. degi strandveiða, við upphaf gærdagsins voru 789 tonn óveidd af 11 074 tonna aflaviðmiðun í þorski.  Það kemur á óvart að síðustu tveir dagar strandveiða hafi náð að virkja ákvæði laga um lokun.  Búist var við að aflinn hefði ekki náð viðmiðuninni og því yrðu veiðar heimilaðar næstkomandi mánudag.
Ákvæðið sem Fiskistofa vinnur eftir er eftirfarandi:
„Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla, að ufsa undanskildum, verði náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir hvert ár.
220721 logo_LS á vef.jpg