Strandveiðar – stuðlar, staðan og hversu mikið má veiða

Þegar horft er til baka yfir fyrstu tvær vikur strandveiða er þetta helst.  Góð veiði þegar gefur, gæftir erfiðar.  T.d. komust nánast engir bátar á sjó fimmtudaginn 11. maí.  Fiskverð það lægsta sem strandveiðisjómenn hafa upplifað 186 kr/kg fyrir óslægðan þorsk, sem meðalverð á fiskmörkuðum 2.-12. maí.  Grafið sem hér fylgir sýnir sama tímabil hvers árs frá 2010.
  

Screen Shot 2017-05-13 at 08.20.07.jpg

Samkvæmt þessum tölum er verðmæti „skammtsins nú 144 þús, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum.  Nánast er hægt að fullyrða að sú kjaraskerðing sem nú herjar á smábátaeigendur á sér vart fordæmi.  Það er því ekki að furða að kallað sé eftir auknum veiðiheimildum, framlengingu á afslætti á veðigjaldi og gjaldið verði innheimt af hlutdeildarhöfum eins upphaflega var gert.  
Hér á heimasíðunni er hægt að fylgjast með stöðu strandveiða eftir hvern veiðidag.  Blikka á kassann hér til vinstri 
Screen Shot 2017-05-12 at 17.17.53.png
og svo það sem við á. 
Hámarksafli sem koma má með í róðri eru 774 kg af þorski, sem jafngildir 650 þorskígildum.  Við útreikninga til þorskígilda skal margfalda óslægðan afla með eftirfarandi stuðlum.

Þorskur         0,8400

        Ufsi         0,6636

        Ýsa         0,8736

        Karfi         0,6900

        Steinbítur         0,5760

        Langa 0,5440

        Keila 0,3780

Að gefnu tilefni er hér bent á nánari reglur um strandveiðar – blikka.