Strandveiðar – svæði A opnast nk. þriðjudag


Nýlegar
breytingar á lögum um stjórn fiskveiða gera það að verkun að strandveiðibátar á
svæði A geta aftur komið til veiða nk. þriðjudag.  Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnðarráðherra
hefur fellt út gildi auglýsingu sem bannaði strandveiðibátum á svæð A veiðar
frá 10. júní til mánaðarmóta.

 

Með reglugerð
hefur ráðherrann ákveðið að 1.900 tonn af þorski og 600 tonn af ufsa, sem koma
til viðbótar áðurákveðinni aflaviðmiðun strandveiðibáta, skuli deilast á veiðisvæðin
í sömu hlutföllum og þau 6.000 tonn sem var til viðmiðunar hjá strandveiðbátum.

 

Í júní verður
viðbótin sem hér segir:

Svæði A         þorskur 211 tonn og ufsi 67 tonn

Svæði B         þorskur 150 tonn og ufsi 47 tonn

Svæði C        þorskur 162 tonn og ufsi 51 tonn

Svæði D        þorskur 110 tonn og ufsi 35 tonn

 

Sjá nánar:


Reglugerð um
breytingu á reglugerð um strandveiðar

 

Fréttatilkynning
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.