Strandveiðar úr kvótakerfi

Í dag 21. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir Magnús Jónsson veðurfræðing, stjórnarmann í LS og formann Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar.  
 

Screenshot 2023-07-21 at 14.14.49 (1).pngNú þegar strand­veiðar hafa verið stöðvaðar eft­ir rúm­lega 10 vikna vertíð af þeim 18 sem lög gera ráð fyr­ir að þær standi yfir ætti öll­um að vera ljóst að þær munu aldrei hér eft­ir geta verið hluti af kvóta­kerf­inu. Kerfi sem hvorki er talið stand­ast stjórn­ar­skrá Íslands né alþjóðleg mann­rétt­indi skv. áliti Mann­rétt­inda­nefnd­ar SÞ frá 2007. Strand­veiðar eiga ekki að vera hluti af slíku kerfi enda eru þær byggðar upp á allt öðrum for­send­um en kvóta­kerfi al­mennt þar sem grunn­ur þeirra er sókn­ar­mark með til­tekn­um daga­fjölda, tak­mörk­un á veiðitíma og veiðarfær­um.

 
Screenshot 2023-07-21 at 13.55.52 (1).png
Vís­inda­trú­in mikla

Ein af for­send­um kvóta­kerf­is á fisk­veiðum er að hægt sé á vís­inda­leg­um for­send­um að mæla og/ eða reikna út hversu mikið magn sé af hverj­um fiski­stofni í sjón­um á til­teknu hafsvæði, t.d. miðum um­hverf­is Ísland. Árum sam­an hef­ur þjóðinni verið tal­in trú um að þetta sé hægt svo ekki skakki nema ör­litlu broti úr pró­senti. Mér er ekki kunn­ugt um að nokk­ur maður sem kem­ur ná­lægt fisk­veiðum hér á landi hafi trú á að þess­ir of­ur­ná­kvæmn­is­reikn­ing­ar Hafró séu mögu­leg­ir. Þekk­ing­in á breyti­leika í um­hverfi, líf­ríki hafs­ins og öllu því sam­spili sem þar á sér stað milli teg­unda og inn­an teg­unda, gef­ur í besta falli mögu­leika á að áætla stærð ein­stakra stofna með tug­pró­senta frá­viki. Að halda öðru fram er að áliti mínu blekk­ing eða of­trú á eig­in þekk­ingu og reiknigetu nema hvort tveggja sé. Og í ljósi þess að all­ar mæli- og reikni­stærðir eru sett­ar fram á grund­velli varúðarreglna er eðli­legt að um meðvitað van­mat á stofn­stærð sé að ræða. 
Reynsl­an er ólyg­in

Reynsl­an er ólygn­ust þegar þessi fræði eru skoðuð. Í nærri 40 ár hef­ur eng­inn stór­stofn í þorski komið fram þrátt fyr­ir marg­föld­un í stærð hrygn­ing­ar­stofns. Eng­in vís­inda­leg skýr­ing er á þessu. Eft­ir meira en 300.000 tonna veiði UM­FRAM ráðgjöf frá því að afla­regla var tek­in upp 1995 stækkaði stofn­inn veru­lega og náði met­stærð skv. mæl­ing­um/ út­reikn­ing­um/ ágisk­un­um Hafró 2017. Eng­in skýr­ing er á því. Og þrátt fyr­ir að ráðgjöf vís­inda­manna um veiðar hafi verið að mestu fylgt síðustu fimm árin skv. 20% afla­reglu hef­ur veiðistofn­inn minnkað um ca 300.000 tonn og ráðgjöf­in farið niður um meira en fjórðung. Skýr­ing­ar á þessu liggja held­ur ekki á lausu. Á nærri 30 ára tíma­bili afla­reglu hef­ur meðalþyngd fiska fallið í flest­um ár­göng­um um leið og veiðin hef­ur að stór­um hluta flust frá fiski und­ir sjö ára aldri og yfir í stór­fisk eldri en sjö ára. Marg­ir spyrja hvort þessi veiðistefna og ráðgjöf sé far­in að draga úr afrakst­urs­getu stofns­ins, t.d. með meira sjálfs­áti og aukn­um elli­dauða í stofn­in­um, en við því fást eng­in svör.
Í ljósi reynsl­unn­ar síðustu þrjú 
árin er það skoðun und­ir­ritaðs 
að strand­veiðarn­ar verði að 
skilja frá kvóta­kerf­inu
Kvóta­áróður­inn og strand­veiðarn­ar

Allt frá því að strand­veiðarn­ar voru tekn­ar upp 2009 hafa þær verið spyrt­ar við afla­marks­kerfið með því að ákveða fyr­ir­fram hversu mörg tonn megi veiða með þess­um hætti. Frá upp­hafi strand­veiða 2009 eða í 15 ár hafa veiðst alls um 125.000 tonn af þorski. Til sam­an­b­urðar tel­ur Hafró nú veiðistofn þorsks vera rúm­lega 1 millj­ón tonn. Þá bend­ir flest til þess að á þess­um 15 árum hafi brott­kast hjá kvóta­flot­an­um verið mun meira en það magn sem feng­ist hef­ur á strand­veiðum.
Á síðustu árum hef­ur strand­veiðikvót­inn í þorski verið milli 9.000 og 11.000 tonn sem læt­ur nærri að sé á þess­um árum ná­lægt því að vera um 1% af reiknuðum veiðistofni þorsks á hverju ári. Kvóta­eig­end­ur, stjórn­völd og Haf­rann­sókna­stofn­un hafa verið sam­stiga í því að halda því fram að meira magn til strand­veiða ógni þorsk­stofn­in­um og fari gegn þeirri stefnu sem hér er sögð rek­in um ábyrg­ar og sjálf­bær­ar veiðar á grund­velli póli­tískr­ar 20% afla­reglu. Afla­reglu sem bygg­ist á ófull­nægj­andi þekk­ingu og gögn­um sem Hafró afl­ar og reikn­ar, legg­ur fyr­ir rík­is­stjórn og fær síðan samþykkt með eig­in at­kvæðum á alþjóðleg­um ráðstefn­um. Ráðstefn­um þar sem sama hug­mynda­fræði og stefna hef­ur verið rek­in ára­tug­um sam­an og hef­ur að því er virðist litlu skilað nema hnign­un flestra stofna, bæði hér við land og á flest­um hafsvæðum N-Atlants­hafs. Og til að bíta haus­inn af skömm­inni hafa stjórn­völd ákveðið að skil­greina strand­veiðar sem byggðapóli­tíska hjálp­ar­starf­semi með því að hafa þær inn í svo­kölluðum „fé­lags­leg­um potti fyr­ir smá­báta­út­gerð og sjáv­arþorp­in um­hverf­is landið! Veiðiaðferð með öngl­um sem hef­ur verið notuð hér frá upp­hafi byggðar og er raun­ar hluti af frelsi, at­vinnu­menn­ingu, lífs­bar­áttu og sál­ar­lífi þjóðar­inn­ar.
Út úr kvóta­kerf­inu

Í ljósi reynsl­unn­ar síðustu þrjú árin er það skoðun und­ir­ritaðs að strand­veiðarn­ar verði að skilja frá kvóta­kerf­inu og byggj­ast ein­göngu á því skýra laga­ákvæði að „heim­ilt er hverju skipi að stunda strand­veiðar í 12 veiðidaga inn­an hvers mánaðar mánuðina maí, júní, júlí og ág­úst. Kvóta­kerfið geti hins veg­ar lotið 20-25% afla­reglu en breyti­leg­ur afli strand­veiðanna hafi þar eng­in áhrif. Strand­veiðiafli verður aldrei meiri en svo að hann mun ávallt verða langt inn­an skekkju­marka í varúðar­reiknaðri stofn­stærð þorsks, jafn­vel þótt bát­um fjölgi nokkuð. Raun­ar er tekið fram í reglu­gerð að strand­veiðiafli telj­ist ekki til afla­marks eða króka­afla­marks. Samt hafa stjórn­völd troðið strand­veiðiafl­an­um inn í það heild­arafla­mark sem Hafró mæl­ir/ reikn­ar/ legg­ur til á grund­velli 60 ára gam­alla kenn­inga um þróun stofn­stærðar og án þess að þekkja nátt­úru­leg af­föll.
Loka­orð

Á fjöl­menn­um bar­áttufundi hjá Fé­lagi strand­veiðimanna sem hald­inn var á Aust­ur­velli 15. júlí sl. var hinni ger­ræðis­legu ákvörðun mat­vælaráðherra að stöðva strand­veiðar mót­mælt harðlega. Það hlýt­ur að vera ein­stök stjórn­sýsla að ráðherra grunn­atvinnu­vegs þjóðar­inn­ar ákveði að svipta með sól­ar­hrings fyr­ir­vara a.m.k. 200 manns at­vinnu og tekj­um eins og gerðist þegar ákveðið var að banna hval­veiðar og bæta svo um bet­ur og gera meira en 1.000 manns án lífsviður­vær­is í allt að tvo mánuði með átta klukku­stunda fyr­ir­vara með stöðvun strand­veiða.
 
Höfundur er formaður Drangeyjar – 
smábátafélags Skagafjarðar.