Strandveiðar – veiðar á svæði A stöðvaðar


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt með
reglugerð að síðasti dagur strandveiða á svæði A sé í dag 9. ágúst.

 

Samkvæmt meðfylgjandi töflu, sem unnin er upp úr tölum
frá Fiskistofu, á enn eftir að veiða 174 tonn á svæði A.  Ákvörðun ráðuneytisins, sem byggð er á
upplýsingum frá Fiskistofu, kemur því nokkuð á óvart þar sem mesti dagsafli á
svæðinu í ágúst er 106 tonn og því hæpið að náist að veiða leyfilegan afla
svæðisins. 


Screen shot 2011-08-09 at 10.19.28.png