Strandveiðarnar fara rólega af stað

Þó aðeins séu nokkrir dagar liðnir af strandveiðivertíðinni 2012/2013 er athyglisvert að bera saman tölur miðað við sama tíma í fyrra.

Í heildina hafa 362 bátar hafið veiðar en voru 455 hinn 9. maí 2012. Mismunurinn er um 20%. Það sem er þó enn athyglisverðara er hvernig meðalaflinn á bát hleypur til.
Á A svæðinu var meðalafli á bát kominn í rúm 1700 kg í fyrra, en er nú aðeins 625 kg, eða rúmlega þriðjungur. 
Á B svæðinu er meðalaflinn nú 580 kg á bát en var rúm 1300 kg í fyrra, á svæði C er hann kominn í 880 kg en var rúmt tonn fyrir ári og á D svæðinu er meðalaflinn kominn í 721 kg en var 950 kg á sama tíma árið 2012.
Það verða að teljast tíðindi að svæði C og D skuli vera enn sem komið er með meiri meðaltalsafla á bát en A svæðið.  Helstu skýringarnar eru að sjálfsögðu tíðarfarið, en það en sá þáttur sem stjórnar gengi strandveiðanna og ætti einn og sér að nægja til að halda aftur af „stjórnlausri sókn lítilla handfærabáta.
Screen Shot 2013-05-10 at 10.35.50 PM.png
Af strandveiðum: Fallegir fiskar á landleið