Strandveiðifélagið Krókur styður frumvarpið

Screenshot 2022-01-31 at 09.27.40.png
Patreksfjörður 30.1.20222
Strandveiðifélagið Krókur – félag smábátaeigenda í Barðastrandarsýslu – hefur samþykkt eftirfarandi:
„Strandveiðifélagið Krókur lýsir yfir fullum stuðningi við frumvarp Lilju Rafneyjar (Þingskjal 356  —252. mál.) og VG um eflingu strandveiðikerfisins sem mun tryggja 48 daga til strandveiða 2022 og til framtíðar. 


Það er trú okkar að frumvarpið stuðli að meiri sátt um íslenskan sjávarútveg og veiti sanngjarnan aðgang að auðlind okkar, skapi sátt og rekstraröryggi meðal strandveiðisjómanna, og hæglega má flytja milli ára innan 5,3% pottsins svo tryggja megi heimildir fyrir þessari tryggingu 48 dagana eins og fram kemur í frumvarpi Lilju.


Þá vísum við í stuðningsyfirlýsingu Hrollaugs;

„Frumvarpið er virkilega gott stuðlar að sanngirni í íslenskum sjávarútvegi, bættum mannréttindum á Íslandi, eflingu búsetuskilyrða allt í kringum landið og raunverulegu tækifæri fyrir nýjar kynslóðir að koma inn í íslenskan sjávarútveg eins og þau eiga skilið sem við höfum verið að leitast eftir.
F.h. strandveiðifélagsins Króks
Einar Helgason, formaður
Patró löndunarbið copy 2.jpg