Fiskistofa hefur tilkynnt að síðasti dagur strandveiða 2013 á svæði B hafi verið fimmtudagurinn 8. ágúst. Samkvæmt bráðabirgðatölum á enn eftir að veiða 20 tonn á svæðinu en Fiskistofa byggir ákvörðun sína á að inni í endanlegu uppgjöri liggi afli sem nái leyfilegri viðmiðun.
Tveir veiðidagar eftir á svæði A
Ennfremur hefur verið gefin út tilkynning um að strandveiðum á svæði A ljúki þriðjudaginn 13. ágúst.