Lokadagur strandveiða í júlí á svæði A var í dag. Góð sigling var á veiðunum í þá 6 daga sem þær stóðu yfir. Fjórir fyrstu dagarnir gáfu metafla – vel á sjöundahundraðið í tonnum talið.
Við upphaf gærdagsins 11. júlí var ljóst vegna óhagsstæðs veðurs að nokkuð mundi draga úr aflanum. Það kom því á óvart að Fiskistofu boðaði stöðvun veiðanna eftir daginn í dag. LS gerði strax athugasemdir við ákvörðun stofunnar og eftir að aflatölur gærdagsins litu dagsins ljós ákvað félagið að óska eftir að Fiskistofa mundi afturkalla auglýsinguna. Í bréfi LS var vakin athygli á að enn ætti eftir að veiða 269 tonn, rúman fjórðung heimildanna. Af þeim sökum væri ákvörðun Fiskistofu um stöðvun ekki tímabær.
Þegar þetta er ritað um fimm leitið hefur LS ekki borist svar frá Fiskistofu um breytingu. Auglýsingin stendur óbreytt og strandveiðum í júlí því lokið á svæði A. Það sem eftir er að veiða af viðmiðun í júlí bætist við í ágúst.
Sjá bréf LS: Strandveiðar í júlí á svæði A.pdf