Á vef Fiskistofu í dag var tilkynnt að síðasti dagur strandveiða á svæði D hefði verið fimmtudagurinn 11 ágúst. Sjá tilkynningu
Þar með er strandveiðum lokið á öllum svæðum en síðasti dagur á B svæði var s.l. mánudag og á þriðjudag var síðasti dagur á A og C svæðum.
Það er við hæfi að minna menn á að fyrir stuttu var ákveðið að kosið yrði til Alþingis 29 október.
Nú er um að gera að fá fram hjá þeim aðilum eða flokkum sem bjóða fram hvaða stefnu þeir setja með strandveiðar og fleiri málaflokka sem tengjast sjávarútvegi.