Samkvæmt auglýsingu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er síðasti dagur strandveiða á svæði A á morgun fimmtudaginn 2. ágúst.
Talsverð eftirvænting ríkir með hversu mikið kom að landi í dag. Ljóst er að fjölmenni var á miðunum á öllum veiðisvæðum.
Á fiskmörkuðum voru í dag seld alls 250 tonn af þorski, þar af voru 210 tonn sem veidd voru á handfæri sem skilaði 350 kr/kg meðalverði.