Stykkishólmur styður strandveiðar

Ekkert lát er á stuðningi við strandveiðar, nú síðast frá Stykkishólmi.
Screen Shot 2015-06-15 at 15.22.55.png
Á fundi bæjarráðs Stykkishólmsbæjar 9. júní s.l. var samþykkt eftirfarandi ályktun:
„Bæjarráð Stykkishólms tekur undir með Landssambandi smábátaeigenda að auka eigi aflaviðmiðun strandveiða og telur einnig að heppilegt væri að auka sveigjanleikann í kerfinu til að gera sjómönnum kleift að stunda veiðarnar við sem bestar veðurfarslegar aðstæður og draga þannig úr óþarfa áhættu og auka arðsemi veiðanna.