Í samráðsgátt stjórnvalda er nú til kynningar Drög að frumvarpi til laga um áhafnir skipa.pdf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um áhafnir skipa.
Í frumvarpinu er m.a. lagt til að ef fleiri en einn er í áhöfn smábáta og útivera er lengri en 14 klst skuli stýrimaður vera um borð. Skiptir þá engu hver stærð bátsins er.
LS vinnur nú að umsögn um frumvarpið og eru ábendingar velþegnar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni frumvarpsins. Athugasemdum ber að skila í samráðsgátt eigi síðar en 3. mars nk.