Styrkjum Slysavarnafélagið Landsbjörgu

Undanfarin ár hafa verið mjög viðburðarík hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og mörg stór verkefni hafa kallað á mikinn viðbúnað og vinnu. Mörg hundruð sjálfboðaliðar hafa margoft komið samborgurum sínum til hjálpar, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Á sama tíma hefur kostnaður aukist og umtalsverður samdráttur orðið í tekjum. 

Annir hjá björgunarskipum
Stór útköll vegna veðurs og ófærðar, slæm tíð á Norðurlandi,  mikil aukning ferðamanna og fleira er meðal þess sem björgunarsveitir landsins hafa þurft að takast á við í vetur.  Að auki voru björgunarskip félagsins kölluð út 118 sinnum á síðasta ári til að aðstoða sæfarendur í vanda. 
Bakvarðasveit
Þessi mikilvægu verkefni kalla á aukinn stuðning og því ætlar Slysavarnafélagið Landsbjörg að bjóða almenningi að styðja við bakið á áframhaldandi öflugu slysavarna- og björgunarstarfi með því að ganga í Bakvarðasveitina.
Söfnun á meðlimum í Bakvarðasveitina hefst formlega föstudagskvöldið 31. maí með söfnunarþætti á RÚV. Um er að ræða nær fjögurra tíma útsendingu þar sem sagt er frá starfi félagsins í máli og myndum, rætt verður við félagsgfólk og fólk sem hefur notið aðstoðar björgunarsveita, slysavarnadeild verður heimsótt, sagt frá björgunaratvikum  og Slysavarnaskóla sjómanna svo fátt eitt sé nefnt. Ekki má gleyma fullt af góðu gríni og tónlist. 
Með því að gerast Bakverðir samþykkir fólk mánaðarlegar greiðslur <http://www.landsbjorg.is/felagid/bakvordur/>  til Slysavarnafélagsins Landsbjargar og leggur þannig sitt af mörkum til stuðnings slysavarna- og björgunarstarfi í landinu. 
logo bakvarðasveit low res.jpg