Styrktarsjóður LS

Þann 16. desember 2014 var stofnaður styrktarsjóður Landssambands smábátaeigenda.  Meginhlutverk styrktarsjóðsins er stuðningur við fráfall félagsmanns til maka eða nákominna.
Stofnfé sjóðsins er um 5 milljónir sem kemur frá Samtökum grásleppuhrognaframleiðenda sem óráðstafað var við slit samtakannna.
Í reglum styrktarsjóðsins segir m.a. að LS skuli hafa umsjón og utanumhald sjóðsins.  Stjórn sjóðsins skipa formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri LS. 
Umsókn um styrk úr sjóðnum skal berast frá formönnum svæðisfélaga LS fyrir hönd maka eða aðstandenda.