Sumarþing fjallar um stækkun krókaaflamarksbáta

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðherra hefur sent frá sér tvö frumvörp sem Alþingi mun fjalla um á næstunni.  Í þeim eru m.a. lagt til að stærðarmörkum krókaaflamarksbáta verði breytt, sérstök úthlutun á síldar- og skötuselsheimildum verði áfram í gildi, en verði óframseljanleg og veiðiheimildir til strandveiða og byggðaaðgerða verði óbreyttar á næsta fiskveiðiári frá því sem nú er.
Sjá nánar: