Svæðaskipting strandveiða kynnt í ríkisstjórn

Meðal þess sem var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í dag var frumvarp matvælaráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (svæðaskipting strandveiða).
Eins og frá hefur verið greint voru drög að frumvarpinu kynnt í Samráðsgátt fyrr í þessum mánuði.  Lokað var fyrir umsagnir fyrir réttri viku.  Gríðarlegur áhugi var á málefninu sem marka má á að alls 129 umsagnir voru sendar inn í gáttina.   Í því ljósi er áhugavert hversu stuttan tíma það hefur tekið að fara yfir umsagnir og meta hvaða atriði yrði tekið tillit til við endanlega gerð frumvarpsins.
Á umsagnartíma óskaði LS eftir útskýringum frá Matvælaráðuneytinu á nokkrum þáttum frumvarpsins.  Ráðuneytið hafnaði óskum LS sem eru viðbrögð sem félagið hefur ekki áður upplifað frá framkvæmdavaldinu.  LS hefur ávallt litið svo á það væri hlutverk ráðuneytis að útskýra vafaatriði á því sem væri til umsagnar, ekki síst þegar verið er að fjalla um lífsviðurværi félagsmanna, þannig að umsagnir væru byggðar á réttum skilningi.   
Reikna má með að ríkisstjórnin hafi veitt matvælaráðherra heimild til að kynna málið í þingflokkum stjórnarinnar þar sem leitað verði eftir stuðningi við það.
230224 logo_LS á vef.jpg