Svæði B – strandveiðum lokið

Strandveiðum 2017 lokið á þremur veiðisvæðum af fjórum.
Fiskistofa hefur birt tilkynningu um að síðasti dagur strandveiða á svæði B hafi verið í gær fimmtudaginn 17. ágúst.   Tilkynningin kom nokkuð á óvart þar sem tölur á vef Fiskistofu gefa til kynna að þar vanti upp á 8,5 tonn svo viðmiðun sé náð.  

Screen Shot 2017-08-18 at 15.41.13.png

 
Samkvæmt upplýsingum sem fengist hafa frá Fiskistofu sýnir óuppfært lokauppgjör hins vegar að afli á svæðinu sé kominn umfram það sem viðmiðun segir til um.
Strandveiðar eru nú aðeins heimilar á svæði D, en þar átti eftir að veiða 147 tonn þegar staðan var tekin eftir gærdaginn.  Búast má við að ekki komi til lokunar veiða þar.