Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ráðherra

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar föstudaginn 14. ágúst sl. lagði Halldór G. Ólafsson oddviti fram eftirfarandi bókun:
logo (1).png
„Sveitarfélagið Skagaströnd skorar á sjávarútvegsráðherra að grípa til aðgerða til þess að tryggja öllum strandveiðibátum 12 leyfilega veiðidaga í ágúst.  

Fyrirséð er að heildarafli sem ætlaður var til strandveiða mun klárast á næstu dögum með þeim afleiðingum að veiðar fjölda báta um allt land munu stöðvast.  Slíkt mun hafa neikvæð áhrif á tekju fólks, fyrirtækja og sveitarfélaga vítt og breytt um landið á sama tíma og stjórnvöld keppast við með beinum og óbeinum aðgerðum að halda hjólum atvinnulífsins gangandi á tímum heimsfaraldurs Covid 19.
Samþykkt samhljóða með fimm greiddum atkvæðum.