Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fjallaði í dag um ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins að Hafrannsóknastofnunin fari yfir ráðgjöf sína er varðar aflamark í ýsu.
Í fundargerð af fundinum er eftirfarandi bókað:
„Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur farið fram á það við Hafrannsóknarstofnun, að hún fari nú þegar yfir ráðgjöf sína varðandi aflamark í ýsu fyrir núverandi fiskveiðiár.
Er farið fram á þetta meðal annars vegna þess, að sjómenn hafa bent á, að mun meira af ýsu er að hafa á veiðislóðum smábáta á grunnslóð en mælingar Hafró benda til. Vonandi er hér kominn fyrsti vísir af því að tekið verði mark á fiskifræði sjómannsins.
Rétt er að taka fram að hér er um gríðarlega hagsmuni að ræða bæði hvað varðar hagkvæmi veiða, stöðu markaða og aukningu á aflaverðmæti, sem gæti numið milljörðum króna.