Tekjur af strandveiðigjaldi

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður (D) hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um tekjur af strandveiðigjaldi.  Hann spyr innanríkisráðherra og óskar eftir skriflegu svari við eftirfarandi:
1. Hversu miklum tekjum hefur strandveiðigjald skv. 2. mgr. 1. gr. laga um veiðieftirlitsgjald 
        skilað höfnum hér á landi frá því að gjaldið var lögfest?  Svar óskast sundurliðað eftir 
        höfnum og árum.
2. Hvernig hefur tekjum af gjaldinu verið ráðstafað?
Strandveiðigjald var lögfest 2010 og er kr. 50 þús. sem útgerðum er skylt að greiða við útgáfu leyfis til strandveiða.