TF-SIF

Á fundi fagráðs um siglingamál; Siglingaráð, sem haldinn var í gær 2. febrúar var m.a. rætt um málefnið Landhelgisgæslunnar.  Megn óánægja kom fram með fyrirhugaða sölu á TF-SIF, sem birtist í eftirfarandi ályktun.

„Siglingaráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna áforma stjórnvalda um að Landhelgisgæslu Íslands sé gert að hætta rekstri og selja eftirlits- björgunar- og sjúkraflugvélina TF – SIF.   TF-SIF gegnir grundvallarhlutverki við vöktun, leit og björgun á hafinu og þar með öryggis sjófarenda.

Starfsemi LHG er fjárfrek, búnaðurinn sem þarf til að takast á við eftirlit, leit, björgun og sjúkraflug í lofti og á legi þarf að vera fyrsta flokks til þess að takast á við oft á tíðum erfiðustu aðstæður sem fyrirfinnast í íslenskri lögsögu. 
 
Siglingaráð telur mikilvægt að öflug eftirlits-, björgunar- og sjúkraflugvél sé á forræði sama aðila og rekur björgunarþyrlur.   Ef og þegar breytinga er þörf á tækjakosti, þá séu þær gerðar í fullu samráði við LHG þar sem þekking, reynsla og mannafli er til staðar.

Siglingaráð óskar eftir því að Landhelgisgæslu Íslands verði tryggt fjármagn til þess að hægt sé að standa undir rekstri flugvélarinnar  TF-SIF.

Öll óvissa varðandi verklag við eftirlit, björgun og sjúkraflutninga er ekki góð.
F.h. Siglingaráðs
Halldór Ármannsson, 
                                        formaður ráðsins
4small.png