Hafrannsóknastofnun hefur kynnt tillögur sínar um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár.
Tillögurnar eru mikil vonbrigði fyrir smábátaeigendur. Gert var ráð fyrir góðri viðbót í þorski miðað við það sem Hafrannsóknastofnun hefur boðað undanfarin ár. Það eru því mikil vonbrigði að hann skuli nánast standa í stað.
Þá leggur Hafrannsóknastofnun til að ýsukvótinn verði minnkaður um fimmtung.
Af þessum fréttum er ljóst að gríðarlega erfitt ár er framundan hjá smábátaeigendum.
Helstu tegundir (ath. í sviga er útgefið aflamark á yfirstandandi fiskveiðiári):
¥ Þorskur 218 þús. tonn (214.400) tillaga Hafró í fyrra 215 þús. tonn
¥ Steinbítur 7.500 tonn (7.500) tillaga Hafró er óbreytt frá því fyrra
¥ Keila 4.000 tonn (5.900) tillaga Hafró var 6.300 tonn í fyrra
¥ Langa 14,3 þús. tonn (13.500) tillaga Hafró í fyrra var 14 þús. tonn
¥ Skötuselur 1.000 tonn (1.500) tillaga Hafró í fyrra var 1.500 tonn
¥ Hrognkelsi 1.400 tonn (970) hvorutveggju eru upphafskvótar, endanleg ráðgjöf Hafró í ár var 4.300 tonn