Tíuþúsund tonna múrinn rofinn

Strandveiðibátar fiskuðu vel í júlí.  Heildarafli þeirra er nú 10.008 tonn, þar af 9.072 tonn þorskur.  Samkvæmt reglugerð skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindum, stöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum afla verði náð, sem nú er 10.720 tonn af þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa eða samtals 11.820 tonn af óslægðum botnfiski.  

LS og velunnarar strandveiða hafa þrýst á sjávarútvegsráðherra að tryggja strandveiðar út ágúst.  Síðustu daga hefur hægt á veiðunum og því ljóst að ekki vantar mörg tonn til viðbótar til að tryggja að svo verði.  Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu og að minna hefur veiðst af þorski á fiskveiðiárinu en gert var ráð fyrir gætir bjartsýni um að ráðherra auki við veiðiheimildir.

Samantekt afla sjá hér.

Strandveiðar að loknum veiðum 30. júlí

Screenshot 2020-08-01 at 09.11.24 (1).png
Tölur unnar upp úr gögnum frá Fiskistofu

200801 logo_LS á vef.jpg