Trillukarl ársins 2019,
Jón Ingvar Hilmarsson frá Djúpavogi.
Jón Ingvar hefur róið á strandveiðum sl. átta ár og verið með aflahæstu mönnum. Jón Ingvar lauk nýliðnu strandveiðitímabili með aflameti – 52,4 tonn. Afrekið er þeim mun glæstara þegar horft er til þess að bátur hans Birta SU-36 er aðeins rúmar 4 brúttórúmlestir.
Jón Ingvar er fjögurra barna faðir borinn og barnfæddur
á Djúpavogi. Sjómaður í húð og hár, þessi dæmigerði
trillukarl sem fór fyrst á sjó með föður sínum þar sem afinn var að ljúka sinni sjósókn.
Þegar aldur leyfði fór hann nokkra túra á togara. En smábátaútgerðin togaði fast í hann sem hann hefur helgað sig sinn sjómannsferil.
Utan strandveiða rær Jón Ingvar með föður sínum á Tjálfa SU sem gerður er út á net og snurvoð.
Til hamingju Jón Ingvar