Umframafli strandveiða

Fiskistofa hefur opnað á upplýsingar um umframafla hjá strandveiðibátum.  Þar má sjá nöfn þeirra báta sem farið hafa fram yfir leyfilegan skammt – 650 þorskígildi.  Rétt er að árétta að allur ufsi sem ekki er landað í verkefnasjóð reiknast til ígilda og getur þannig leitt til umframafla.  Ígildastuðull á ufsa er 0,55.
Screenshot 2022-05-25 at 12.47.16 (1).png
Í 4. tölulið 5. gr. reglugerðar um strandveiðar er ákvæði er snúa að þessu málefni.  Þar segir:  
„Á hverju fiskiskipi er aðeins heimilt að draga 650 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum, að ufsa undanskildum, í hverri veiðiferð. Heimilt er hverju strandveiðiskipi að landa ufsa án þess að sá afli telji til hámarksafla skv. 5. tölul. 5. mgr. 6. gr. a.  Um ufsaafla sem ekki reiknast til heimilaðs afla í hverri veiðiferð strandveiðiskips gilda eftirtalin skilyrði:
a. Að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður.
b. Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til sjóðs, sbr. 3. mgr. 1. gr. laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum, sbr. þó 2. málsl. 2. mgr. þessa töluliðar.
Sé heimild skv. 1. mgr. nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 80% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.

Á ábyrgð skipstjóra
Í tilkynningu Fiskistofu er sérstaklega vakin athygli á „að skipstjóri ber ábyrgð á því að skráning á hafnarvog sé rétt og ufsi sem ekki er merktur sem strandveiðiafli í verkefnasjóð reiknast eins og annar bolfiskur.  Gögn sem Fiskistofa birtir byggja á fyrirliggjandi aflaskráningu á hafnarvog.  „Telji skipstjóri um ranga skráningu að ræða þá ber honum að biðja viðkomandi höfn um leiðréttingu.  
Upplýsingavefurinn
Á upplýsingavef má m.a. sjá að á fyrstu þrem vikum strandveiða nam umframafli 30 557 ígildum;  9 439 á fyrstu vikunni, 8 144 í annarri viku og 12 974 í þeirri þriðju.  Alls 356 bátar voru á bakvið þessar aflatölur þar sem dreifingin er allt frá 1 þorskígildi upp í 761.
Sameiginlegir hagsmunir
Það er mat LS að upplýsingar sem þessar verði til að draga úr umframafla enda um sameiginlega hagsmuni allra að ræða þar sem hann tekur af heildaraflaviðmiðun til strandveiða.  
Jafnframt má búast við einhverjar upplýsingar séu ekki réttar, menn telji sig hafa landað í verkefnasjóð.  Í þeim tilvikum er nauðsynlegt að hafa samband við viðkomandi höfn og óska eftir leiðréttingu.