Umframafli við strandveiðar skaðar alla

Fiskistofa hefur tilkynnt að á komandi strandveiðitímabili verði sérstaklega reynt að stemma stigu við umframafla.  Hámark sem heimilt er að veiða á hverjum degi er jafngildi 650 þorskígilda eða 774 kg af þorski upp úr sjó.
Á síðasta strandveiðtímabili reyndist alltof mörgum ofviða að halda sig innan settra marka.  Afleiðingar þess var að viðkomandi þurftu að greiða 40 milljónir af þeim tekjum sem þeir höfðu aflað í ríkissjóð.  Auk þess að umframaflinn dróst frá þeim afla sem var til skiptanna.
Í sumar mun Fiskistofa taka upp það nýmæli að birta mánaðarlega lista yfir þá báta sem veiða mest umfram.  Ætla má að þessi ákvörðun hafi fælingarmátt og verði til þess að menn passi betur upp á að fara ekki umfram leyfilegan afla.
 
Fiskistofa.png