Umframafli við strandveiðar

Nokkur brögð eru af því að einstaka aðilar á strandveiðum gæti ekki að sér varðandi regluna um hámarksafla.   Hún kveður á um að óheimilt er að afli í hverri veiðiferð fari umfram 650 þorskígildi sem jafngildir 774 kg af óslægðum þorski.  
Á strandveiðum 2015 nam umframafli í þorski 92,9 tonnum.   Alls 383 bátar í 2.678 róðrum að meðaltali 34,7 kg.
Í nýliðnum maí mældist „umframþorskur hjá 277 bátum alls 36,3 tonn.  Landanir á bakvið aflann voru 907, að meðaltali 40 kg í hverri veiðiferð.  
Þetta er miður þar sem umframaflinn dregst frá heildarviðmiðun á svæðinu auk þess sem aðilar fá ekki krónu fyrir hann, þurfa að greiða til baka fyrir hvert einasta kíló.
Landssamband smábátaeigenda beinir þeim tilmælum til strandveiðimanna að vanda sig betur við mat á því hversu mikið er komið um borð, að virða regluna um hámarksafla hverrar veiðiferðar.
Hólmar Hallur Unnsteinsson á Huldu SF Hornafirði hefur dreift meðal félagsmanna í Hrollaugi viðmiðunarblaði sem auðveldar mönnum útreikning á því magni sem búið er að veiða.  Almenn ánægja er með framtakið og er það því sett hér til birtingar fyrir strandveiðimenn um land allt.   
Blikka – prenta út – hafa með sér um borð: