Umsóknir um strandveiðileyfi

Fiskistofa hefur opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi.
Veiðarnar hefjast 2. maí og tekur Fiskistofa á móti umsóknum og afgreiðir veiðileyfi rafrænt í gegnum þjónustugáttina UGGA.
Þegar umsókn um strandveiðileyfi hefur verið samþykkt verður til greiðsluseðill sem birtist í heimabanka.  Til að strandveiðileyfi taki gildi næsta virka daga frá móttöku greiðsluseðils verður að greiða hann fyrir kl 21:00 daginn áður. 
Gjald fyrir strandveiðar er 72 þús.  Almennt veiðigjald er nánast óbreytt frá síðasta ári, kr. 9,50  fyrir hvert þorskígildiskíló (var 9,46).  Fari afli umfram 30 þorskígildistonn ber auk almenns veiðigjalds að greiða hálft sérstakt veiðigjald kr. 11,60.