Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að koma til móts við kröfur grásleppusjómanna um upphafstíma grásleppuvertíðarinnar.
Á heimasíðu ráðuneytisins segir m.a.:
„Ýmsar útgerðir hugðust byrja veiðar 20. mars og því er ljóst að fyrirvarinn var of skammur. Til að koma til móts við þessar útgerðir, en eftir sem áður að draga úr meðafla við veiðarnar verður farin sú leið að heimila að veiðar hefjist 26. mars.
Boðuð er reglugerð síðar í dag 17. mars og verður hún birt hér þegar hún hefur birst í Stjórnartíðindum.
Það skal tekið fram að LS hefur í engu skipt um kúrs í þessu málefni, krafan er sú að upphafstími verði 20. mars eins og ákveðið var með reglugerð 4. mars. LS bíður enn eftir fundi með ráðherra um ákvörðun hans.