Útflutningsverðmæti frosins makríl 7,9 milljarðar – Rússar með tvoþriðju


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út
skýrslu um makrílveiðar sem vinnuhópur á vegum ráðuneytisins vann.  Skýrslan er hin fróðlegasta og margt
forvitnilegt sem þar kemur fram.

Meðal þess er:

·         Að makríllinn dreifist
víða og eru veiðar á honum stundaðar allt frá Gíbraltar í suðir og norður undir
68-70° n.br. í Noregshafi og frá Noregsströndum vestur fyrir Ísland.  

Picture 7.png


·         Að magnvísitala makríls á
íslenska hafsvæðinu þrefaldaðist milli áranna 2009 og 2010.

 Picture 12.png

·         Að landaður grásleppuafli
við uppsjávarveiðar á tímabilinu 1. júní til 1. október 2010 var helmingi meiri
en þorskur.  Þá er sérstök athygli vakin
á að engin grásleppa er skráð sem meðafli hjá sumum uppsjávarskipum.

 Picture 8.png

·        Útflutningsverðmæti
frosins makríls á árinu 2010 nam 7,9 milljörðum og voru Rússar með tvoþriðju
þess hluta

 Picture 9.png


Sjá skýrsluna í
heild