Úthlutun á síld

Gefin hefur verið út reglugerð um ráðstöfun aflaheimilda í íslenskri sumagotssíld á fiskveiðiárinu 2016/2017.   Til úthlutunar eru 758 tonn.
Magn sem úthlutað er hefur verið hækkað úr 8 í 12 tonn.  Úthlutun hverju sinni er bundin því skiyrði að skip hafi veitt 80% af áður úthlutuðum heimildum.
Sækja skal um úthlutun til Fiskistofu á sérstöku eyðublaði.   Samhliða úthlutun Fiskistofu skal greiða gjald kr. 2,56 fyrir hvert kg.  Á síðasta fiskveiðiári var gjaldið 8 krónur.