Úthlutun hafin úr makrílpottinum

Fyrsta úthlutun úr 2.000 tonna makrílpotti var framkvæmd í dag.  Alls fengu 17 bátar úthlutun alls 340 tonnum, en 20 tonn er það hámark sem hver og einn getur fengið.  Fyrir hvert kíló voru greiddar 8 krónur. 
Í annarri úthlutun sem verður í næstu viku mun gjaldið verða 2,78 krónur eða jafnt veiðigjaldi fyrir makríl.   Lækkunin er í kjölfar breytinga á lögum sem Alþingi samþykkti 13. september.  Auk lækkunar á gjaldinu var hámarksskammtur til hvers og eins hækkaður í 35 tonn.