Í Bændablaðinu sem út kom sl. fimmtudag 4. nóvember birtist grein eftir Magnús Jónsson veðurfræðing, formann Drangeyjar – smábátafélags Skagafjarðar og stjórnarmanns í LS. Yfirskrift greinarinnar
Í upphafi vitnar Magnús til eftirfarandi ályktunar sem samþykkt var á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands smábátaeigenda:
„Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda, LS lýsir yfirþungum áhyggjum vegna stöðu vistfræðilegra rannsókna áfiskistofnum við Ísland. Ljóst er að vísindalegar forsendurveiðiráðgjafar t.d. í þorski, grásleppu og fleiri tegundumhafa engan veginn staðist og skýringar Hafrannsóknastofnunarótrúverðugar og án viðunandi rökstuðnings.Skorar LS á nýtt Alþingi að beita sér sem fyrst fyrir því að úttektverði gerð á stofnuninni af hlutlausum aðilum og stefna hennartekin til gagngerrar endurskoðunar.
Magnús kemur víða við í greininni og veltir upp fjölmörgum þáttum sem sjómenn hafa bent á og Hafrannsóknastofnun ekki veitt nægilega athygli. Gildir þar einu hvort um sé að ræða sjómenn á smábátum eða togurum.
Þá vekur Magnús sérstaka athygli á að:
„fiskifræðin virðist vera eina vísindagreinin sem ég þekki, þar sem vísindamenn telja sig vita flesta hluti nánast upp á hár og þekkingarlegur vafi og rökstuðningur kemst lítið að.
„hjá Hafrannsóknastofnun virðast menn ekki þurfa að efast né leita nýrra aðferða.
Magnús minnir á orð Páls heitins Skúlasonar fyrrverandi rektors Háskóla Íslands:
„Framfarir eru undir því komnar að menn efist um gildi ríkjandi kenninga,reyni að finna á þeim veika bletti. Þetta virðist raunar vera eitt helstaskilyrðið fyrir framförum á hvaða sviði sem vera skal: að litið sé gagnrýnumaugum á þau vinnubrögð sem tíðkast og reynt að finna önnur betri; aðreynt sé að finna galla á verki – hvert sem það er – til að unnt sé að gerabetur.