Varðskipið Þór í Reykjavíkurhöfn – myndskeið

Hið nýja varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór, kom til Vestmannaeyja s.l. miðvikudag. Daginn eftir sigldi hann inn í Reykjavíkurhöfn og lagðist að bryggju. Fjölmenni var viðstatt atburðinn. Skipið var til sýnis um helgina og náði biðröðin á stundum því að vera talsvert lengri en skipið, sem er þó yfir 94 metrar á lengd. 

Vafalaust hafa færri komist að en vildu og þá eru örugglega margir forvitnir að sjá Þór, en höfðu ekki tækifæri til þess af ýmsum ástæðum.
Skrifstofu LS var sendur tölvupóstur frá Sverri Sv. Sigurðarsyni viðskiptafræðingi, með hlekk á myndskeið sem hann útbjó af göngu sinni um skipið í Reykjavíkurhöfn. Hlekkurinn er þessi:
og enska útgáfu er hér að finna: