Veiðidögum á grásleppu fjölgað í 40

Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að leyfilegur heildarafli á grásleppu á yfirstandandi vertíð fari ekki umfram 9.040 tonn sem er 74% aukning milli ára (sjá skýrslu).  Jafnframt að upphafsaflamark á vertíðinni 2022 verði 3.174 tonn eða 95% hærra en það var fyrir vertíðina í ár, samkvæmt skýrslu í júní 2020.
Tölurnar sýna að stofnstærð grásleppu nú er sú hæsta frá því Hafrannsóknastofnun hóf mælingar á honum árið 1985.  
Screenshot 2021-03-31 at 13.13.11.png
Ráðherra bregst við 
Ætla má að hin góðu tíðindi frá Hafrannsóknastofnun hafi orðið til þess að sjávarútvegsráðherra hefur undirritað reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2021 þar sem veiðidögum er fjölgað úr 25 í 40.