Veiðigjald – LS leggur til viðbótarafslætti

Landssamband smábátaeigend hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald (endurútreikningur veiðigjalds 2018).  
LS leggst gegn því að ný gjaldskrá komi til framkvæmda frá 1. janúar 2018.  Þess í stað verði innleiddir viðbótarafslættir á allar útgerðir með reiknað veiðigjald á sl. fiskveiðári að upphæð 11 milljónir og lægra.  Alls eru það 915 útgerðir af 992 sem ættu rétt á slíkum afslætti.  
Í umsögninni segir m.a. orðrétt:  
„Það er skoðun LS að veiðigjöld sem reiknuð eru út frá aðferðum sem veiðigjaldsnefnd hefur tamið sér auki á mismunum milli einstakra stærðar- og útgerðarflokka.

og síðar


„Markmið LS með framsetningu þessara tillagna er að leiðrétta það ranglæti sem fellst í núverandi fyrirkomulagi á álagningu veiðigjalda, það er að segja að afkoma stærri útgerðaraðila ræðst að stóru leyti af ólíkum þáttum en afkoma smábáta, sé lögð jafnt á alla.

LS leggur áherslu á að atvinnuveganefnd hafi eftirtalið til hliðsjónar við yfirferð á tillögum félagsins:
1. 12% af veiðigjaldinu í ár er tilkomið vegna hagnaðar af vinnslu afla á vinnsluskipum (10%) og 
landvinnslu (2%).  Útgerðir sem ekki njóta þessa hagnaðar ber því að veita 12% afslátt af veiðigjaldi umfram útgerða með vinnslu.  
2. Afsláttur af veiðigjaldi upp á 895 milljónir vegna vaxtagreiðslna af lánum fór til 100 stærstu gjaldenda veiðigjalds.  Upphæðin var einn þáttur í góðri afkomu þeirra sem hækkaði veiðigjald hjá þeim sem engan afslátt fengu.
3. Hluti hagnaðar í sjávarútvegi er kominn til vegna þátta sem eiga ekki við um hefðbundna útgerð smábáta.
   Gengishagnaður
   Söluhagnaður eigna
   Vaxtakjör í evrum upp á 0 – 0,5%
   Þátttaka sjómanna í nýsmíði
   Kjarasamningar þar sem sjómenn borga olíuna sem lækkar fiskverð þeirra um 
           20 – 25% miðað við það sem fæst á fiskmörkuðum.
4. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem upphæð veiðigjalds tekur mið af var hreinn hagnaður báta minni en 10 brl. sem hlutfall af tekjum 0,9% á árinu 2015 og ættu þeir því einvörðungu að greiða lágmarksgjald.  Veiðigjald hjá þeim hækkaði hins vegar jafnmikið og hjá útgerðum þar sem hagnaðartölur eru allt að 26,3%.  
5. 89% af krókaaflamarki er þorskur og ýsa.  Hækkun veiðigjalds í þeim tegundum var rúmlega eitt hundrað prósent, 107% í þorski og 127% í ýsu.
6. Samþjöppun 
Hlutdeild úthlutaðs krókaaflamarks í þorski til einstakra útgerða og fyrirtækja
Aflamark      fiskveiðiárið 2015/2016 voru 50 stærstu með 80,9% hlutdeildarinnar
                 fiskveiðiárið 2017/2018 voru 50 stærstu með 83,9% hlutdeildarinnar
Krókaaflamark    fiskveiðiárið 2015/2016 voru 50 stærstu með 77,7% hlutdeildarinnar
                        fiskveiðiárið 2017/2018 voru 50 stærstu með 84,8% hlutdeildarinnar
7. Lækka verður veiðigjald á litlar og meðalstórar útgerðir á yfirstandandi fiskveiðiári um 600 – 800 milljónir.
logo_LS v á vef 2.jpg